Greenwood setti nýtt félagsmet

Mason Greenwood fagnar marki sínu á Old Trafford í gærkvöld.
Mason Greenwood fagnar marki sínu á Old Trafford í gærkvöld. AFP

Mason Greenwood, sóknarmaðurinn ungi í liði Manchester United, setti félagsmet í gærkvöld þegar United hafði betur gegn Astana í 1. umferð Evrópudeildarinnar í fótbolta í gærkvöld.

Greenwood skoraði sigurmarkið og setti um leið nýtt félagsmet en hann er yngsti markaskorari Manchester United í Evrópukeppni frá upphafi.

Greenwood, 17 ára, 11 mánaða og 356 daga gamall, bætti met Marcusar Rashford frá árinu 2016 en hann var þá 17 ára þegar hann skoraði fyrir United í Evrópudeildinni.

Þetta var aðeins níundi leikur Greenwood með Manchester United og annar leikur hans í byrjunarliðinu.

mbl.is