Chelsea í Meistaradeildina á kostnað Liverpool (myndskeið)

Eiður Smári Guðjohnsen og félagar tryggðu sér sæti í Meistaradeild …
Eiður Smári Guðjohnsen og félagar tryggðu sér sæti í Meistaradeild Evrópu á kostnað Liverpool. Ljósmynd/Einar Falur Ingólfsson

Það var mikið stuð er Chelsea og Liverpool mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Stamford Bridge 11. maí 2003. Sæti í Meistaradeild Evrópu var undir og nægði Chelsea jafntefli. 

Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea og lék fyrstu 72 mínúturnar, áður en hann var tekinn af velli fyrir Gianfranco Zola. 

Sami Hyypiä kom Liverpool yfir snemma leiks en Chelsea svaraði með mörkum frá Marcel Desailly og Jesper Grønkjær. Steven Gerrard fékk svo að líta rauða spjaldið undir lokin. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan. Chelsea og Liverpool mætast á morgun kl. 15:30 og verður leikurinn í beinni útsendingu á Símanum Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert