Gylfi og félagar í beinni á mbl.is

Gylfi Þór og félagar verða í beinni á mbl.is í …
Gylfi Þór og félagar verða í beinni á mbl.is í dag. AFP

Everton tekur á móti Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Goodison Park í dag klukkan 14.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eru í 10. sæti deildarinnar með sjö stig eftir fimm leiki. Nýliðar Sheffield United eru í 15. sætinu með fimm stig.

Hægt verður að horfa á leikinn í beinni útsendingu á mbl.is/sport/enski en í vetur verða beinar útsendingar frá laugardagsleik í ensku úrvalsdeildinni í hverri umferð.

Þar má einnig nálgast textalýsingar frá leikjum dagsins í deildinni og annað efni tengt henni.

mbl.is