Lífleg helgi og Eiður á Stamford Bridge

Framundan er fjörug helgi í enska fótboltanum en Leicester og Tottenham hefja helgardagskrána kl. 11.30 í dag og Chelsea og Liverpool ljúka henni síðdegis á morgun með sannkölluðum stórleik á Stamford Bridge.

Tómas Þór Þórðarson fer yfir helgina í meðfylgjandi myndskeiði þar sem m.a. kemur fram að Eiður Smári Guðjohnsen verður á sínum gamla heimavelli Stamford Bridge á morgun.

Leikir helgarinnar eru annars þessir:

Í dag:

11.30 Leicester - Tottenham, beint á Síminn Sport
14.00 Everton - Sheffield United, beint á Síminn Sport og mbl.is
14.00 Burnley - Norwich
14.00 Manchester City - Watford
16.30 Newcastle - Brighton, beint á Síminn Sport

Á morgun:

13.00 Crystal Palace - Wolves
13.00 West Ham - Manchester United, beint á Síminn Sport
15.30 Arsenal - Aston Villa
15.30 Chelsea - Liverpool, beint á Síminn Sport

Bournemouth vann Southampton 3:1 á útivelli í fyrsta leik sjöttu umferðar í gærkvöld.

Chelsea og Liverpool mætast síðdegis á morgun.
Chelsea og Liverpool mætast síðdegis á morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert