Falleg mörk hjá Liverpool og Chelsea(myndskeið)

Li­verpool hef­ur enn fullt hús stiga og vann sinn sjötta leik í röð í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu á þess­ari leiktíð er liðið heim­sótti Chel­sea á Stam­ford Bridge í Lund­ún­um þar sem loka­töl­ur urðu 2:1. Trent Al­ex­and­er-Arnold og Roberto Fir­mino skoruðu mörk Bítla­borg­arliðsins en Frakk­inn N'­Golo Kanté mark Chel­sea.

Li­verpool hef­ur nú unnið sam­an­lagt fimmtán leiki í röð ef leik­ir síðustu leiktíðar eru reiknaðir með. Liðið hef­ur fimm stiga for­skot á Manchester City í 2. sæti. Chel­sea hef­ur átta stig í 11. sæti.

Mörkin í dag voru falleg og má sjá þau í spilaranum hér fyrir ofan. Hér að neðan má svo sjá svipmyndir úr leik Crystal Palace og Wolves. 

Liverpool er enn með fullt hús stiga.
Liverpool er enn með fullt hús stiga. AFP
mbl.is