Huddersfield í frjálsu falli

Huddersfield féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Huddersfield féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. AFP

Enska knattspyrnufélagið Huddersfield er í frjálsu falli þessa stundina. Liðið tapaði enn einum leiknum í B-deildinni í dag, 4:2 gegn West Brom, og er á botni deildarinnar með eitt stig eftir átta umferðir.

Huddersfield féll úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og er því gengið í haust nokkuð óvænt. Liðinu hefur ekki tekist að vinna í síðustu 19 leikjum sínum en það vann síðast Wolves í efstu deild í febrúar.

mbl.is