Umboðsmaðurinn fundaði með Real Madrid

Raheem Sterling gæti yfirgefið Manchester City fyrir stórlið Real Madrid.
Raheem Sterling gæti yfirgefið Manchester City fyrir stórlið Real Madrid. AFP

Raheem Sterling, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester City, gæti verið á förum frá Englandsmeisturunum næsta sumar en það er Sam Lee, blaðamaður hjá Athletic, sem greinir frá þessu.

Umboðsmenn á vegum leikmannsins funduðu með forráðamönnum Real Madrid í sumar og Sterling sjálfur er sagður opinn fyrir því að reyna fyrir sér á Spáni. Þrátt fyrir að vera lykilmaður í liði City og enska landsliðinu er Sterling einungis 24 ára gamall.

Real Madrid hefur ekki byrjað tímabilið neitt sérstaklega en liðið er í öðru sæti spænsku 1. deildinnar með 11 stig eftir fyrstu fimm leiki sína. Sterling hefur byrjað tímabilið mjög vel með City og er með fimm mörk í fimm leikjum fyrir liðið í ensku úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert