Leicester niðurlægði Newcastle (myndskeið)

Leicester er komið í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 5:0-stórsigur gegn Newcastle á King Power-vellinum í Leicester í dag. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 1:0, Leicester í vil, en Isaac Hayden í liði Newcastle fékk beint rautt spjald á 43. mínútu og það breytti leiknum.

Ricardo Pereira og Wilfried Ndidi skoruðu sitt markið hvor fyrir Leicester Jamie Vardy skoraði tvívegis. Þá varð Paul Dummett, varnarmaður Newcastle, fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Leicester er með 14 stig í þriðja sætinu en Newcastle er í fallsæti með 5 stig.

Wilfred Ndidi fagnar marki sínu gegn Newcastle ásamt liðsfélögum sínum.
Wilfred Ndidi fagnar marki sínu gegn Newcastle ásamt liðsfélögum sínum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert