Eiður Smári spáir því að Solskjær missi starfið (myndskeið)

Tómas Þór Þórðarson, ritsjóri enska boltans á Síminn Sport, baunaði nokkrum léttum spurningum á þau Eið Smára Guðjohnsen og Margréti Láru Viðarsdóttur í þættinum Völlurinn á Síminn Sport í gær.

Fyrsta spurning Tómasar til þeirra var; Sterling eða Mané?

„Mané,“ sagði Eiður Smári. „Sterling,“ sagði Margrét Lára.

Hvaða leikmaður utan topp sex liðanna hefur heillað ykkur mest á tímabilinu?

„Yarmolenko,“ sagði Eiður Smári. „Ég er svo sóknarsinnuð svo ég segi Pukki,“ sagði Margrét Lára.

Lifir Ole Gunnar Solskjær tímabilið af í starfi stjóra Manchester United?

„Já ég held það,“ sagði Margrét Lára. „Nei,“ sagði Eiður Smári.

Vinnur Liverpool deildina, já eða nei?

„Já,“ sagði Eiður. „Nei,“ sagði Margrét Lára.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá allar hraðaspurningar Tómasar Þórs til þeirra Eiðs Smára og Margrétar Láru.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert