Eiður Smári spáir því að Solskjær missi starfið (myndskeið)

Tómas Þór Þórðarson, ritsjóri enska boltans á Síminn Sport, baunaði nokkrum léttum spurningum á þau Eið Smára Guðjohnsen og Margréti Láru Viðarsdóttur í þættinum Völlurinn á Síminn Sport í gær.

Fyrsta spurning Tómasar til þeirra var; Sterling eða Mané?

„Mané,“ sagði Eiður Smári. „Sterling,“ sagði Margrét Lára.

Hvaða leikmaður utan topp sex liðanna hefur heillað ykkur mest á tímabilinu?

„Yarmolenko,“ sagði Eiður Smári. „Ég er svo sóknarsinnuð svo ég segi Pukki,“ sagði Margrét Lára.

Lifir Ole Gunnar Solskjær tímabilið af í starfi stjóra Manchester United?

„Já ég held það,“ sagði Margrét Lára. „Nei,“ sagði Eiður Smári.

Vinnur Liverpool deildina, já eða nei?

„Já,“ sagði Eiður. „Nei,“ sagði Margrét Lára.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá allar hraðaspurningar Tómasar Þórs til þeirra Eiðs Smára og Margrétar Láru.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United. AFP
mbl.is