„Geggjað fyrir stuðningsmenn Liverpool“ (myndskeið)

Margrét Lára Viðarsdóttir og Eiður Smári Guðjohnsen ræddu um markverðina hjá Liverpool og gengi liðsins í upphafi leiktíðar við Tómas Þór Þórðarson, ritstjóra enska boltans á Síminn Sport, í þættinum Völlurinn á Síminn Sport í gær.

Tómas Þór velti því upp hvort Alisson ætti að taka stöðu sína á nýjan leik í markinu þegar hann hefði náð sér af meiðslunum en Adrían hljóp í skarðið fyrir Brassann þegar hann meiddist í fyrstu umferðinni og hefur staðið sig af vel á milli stanganna.

„Ég hugsa alveg að Adrían viti sitt hlutverk og viti af hverju hann kom til Liverpool. Hann hefur aldeilis sýnt það að hann er mjög verðugur markvörður og mjög verðugur í þessu hlutverki,“ sagði Eiður Smári.

„Geggjað fyrir stuðningsmenn Liverpool. Undanfarin ár hefur ekki verið maður til að standa á milli stanganna og gera það svona þokkalega en nú er liðið með tvo menn sem gera það bara virkilega vel. Það er ótrúlega mikið öryggi í því að markmenn séu að standa sig vel,“ sagði Margrét Lára en allt viðtal Tómasar við þau Eið Smára og Margréti má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum liðsins eftir sigurinn gegn …
Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum liðsins eftir sigurinn gegn Sheffield United á laugardaginn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert