Risaleikur sem segir hvert liðin eru að fara (myndskeið)

„Þetta er risaleikur sem segir til um hvert liðin eru að fara og hvað þau ætla að gera,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson á Síminn sport um leik Manchester United og Arsenal sem hefst núna kl. 19. Bjarni er á Old Trafford ásamt Tómasi Þór Þórðarsyni. 

https://www.mbl.is/sport/enski/2019/09/30/man_utd_arsenal_kl_19_bein_lysing/

Báðum liðum hefur gengið frekar illa á tímabilinu og er Manchester United í ellefta sæti og Arsenal í áttunda sæti. Bjarni segir að stuðningsmenn Manchester United verði að sýna Ole Gunnari Solskjær, knattspyrnustjóra liðsins þolinmæði. 

Á sama tíma áttu þeir erfitt með að sjá hvert Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal væri að fara með liðið. Þetta skemmtilega innslag má í spilaranum hér fyrir ofan. 

Marcus Rashford og félagar mæta Arsenal í kvöld.
Marcus Rashford og félagar mæta Arsenal í kvöld. AFP
mbl.is