Liverpool skoraði sigurmark í uppbótartíma

Liverpool marði sigur á Leicester.
Liverpool marði sigur á Leicester. AFP

Liverpool vann dramatískan 2:1-sigur á Leicester á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í dag þökk sé sigurmarki James Milner úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Aston Villa burstaði Norwich í nýliðaslagnum og Jóhann Berg Guðmundsson hafði betur í Íslendingaslagnum er Burnley vann 1:0 gegn Everton.

Liverpool er áfram með fullt hús stiga eftir sjö umferðir þökk sé sigurmarki Milner en leikurinn var fjörugur. Sadio Mané kom heimamönnum yfir á 40. mínútu og Liverpool var heilt yfir betri aðili leiksins en gestirnir, sem hefðu getað komist í annað sætið með sigri, voru aldrei langt undan og kreistu fram jöfnunarmark á 80. mínútu en það skoraði James Maddison. Á fimmtu mínútu uppbótartímans gaf Marc Albrighton hins vegar klaufalega vítaspyrnu þegar hann braut á Mané og Milner skoraði af öryggi, 17. sigurleikur Liverpool í röð í deildinni.

Jóhann Berg og Gylfi Þór Sigurðsson voru í byrjunarliðum þegar Burnley og Everton mættust á Turf Moor. Jóhann var tekinn af velli á 84. mínútu en sigurmarkið gerði félagi hans, Jeff Hendrick, á 72. mínútu. Everton fékk rautt spjald á 56. mínútu þegar Séamus Coleman fékk sitt annað gula spjald og var Gylfa fórnað fyrir annan bakvörð á 59. mínútu.

Þá vann Aston Villa risasigur á Norwich á útivelli í nýliðaslag liðanna, 5:1, en hinir nýliðarnir, Sheffield United, gerðu markalaust jafntefli í heimsókn sinni til Watford.

Úrslitin
Burnley - Evert­on 1:0
Li­verpool - Leicester 2:1
Norwich - Ast­on Villa 1:5
Wat­ford - Sheffield United 0:0

James Maddison og félagar fagna á Anfield í dag.
James Maddison og félagar fagna á Anfield í dag. AFP
Enski boltinn í beinni opna loka
kl. 15:56 Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert