Ótrúleg dramatík hjá Liverpool (myndskeið)

Li­verpool vann drama­tísk­an 2:1-sig­ur á Leicester á An­field í ensku úr­vals­deild­inni í dag þökk sé sig­ur­marki James Milner úr víta­spyrnu í upp­bót­ar­tíma.

Li­verpool er áfram með fullt hús stiga eft­ir sjö um­ferðir þökk sé sig­ur­marki Milner en leik­ur­inn var fjör­ug­ur. Sa­dio Mané kom heima­mönn­um yfir á 40. mín­útu og Li­verpool var heilt yfir betri aðili leiks­ins en gest­irn­ir, sem hefðu getað kom­ist í annað sætið með sigri, voru aldrei langt und­an. Þeir kreistu fram jöfn­un­ar­mark á 80. mín­útu en það skoraði James Madd­i­son.

Á fimmtu mín­útu upp­bót­ar­tím­ans gaf Marc Al­bright­on hins veg­ar klaufa­lega víta­spyrnu þegar hann braut á Mané og Milner skoraði af ör­yggi, 17. sig­ur­leik­ur Li­verpool í röð í deild­inni.

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá alla dramatíkina og svipmyndir úr leiknum. 

James Milner skorar sigurmarkið.
James Milner skorar sigurmarkið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert