Chelsea í stuði á suðurströndinni (myndskeið)

Chelsea vann sannfærandi 4:1-útisigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Tammy Abraham, Mason Mount, N'Golo Kanté og Michy Batshuayi skoruðu allir fyrir Chelsea og dugði mark Danny Ings skammt fyrir Southampton. 

Chelsea er í fimmta sæti deildarinnar með fjórtán stig en Southampton í sautjánda sæti með sjö stig. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is