„Milljón dollara spurningin“

Ole Gunnar Solskjær á St James' Park í dag.
Ole Gunnar Solskjær á St James' Park í dag. AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, er undir pressu eftir enn einu slæmu úrslitin en liðið tapaði 1:0 gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag og er nú aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti eftir átta umferðir.

Blaðamaður Sky Sports spurði Norðmanninn eftir leik hver lausnin væri við vandamálum United og svaraði hann einfaldlega „það er milljón dollara spurningin. Ef þú mætir bara í vinnuna á sólríkum dögum þá kemstu aldrei á áfangastað.“

„Við erum án lykilleikmanna en það er engin afsökun. Ég ber ábyrgð á liðinu og þarf að hjálpa þessum ungu strákum, nú kemur landsleikjahlé og þá getum við unnið í okkar málum,“ bætti hann við.

mbl.is