Nær United sögulegum áfanga í Newcastle?

Leikmönnum Manchester United hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel að …
Leikmönnum Manchester United hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel að skora á fyrstu vikum keppnistímabilsins. AFP

Manchester United getur náð sögulegum áfanga í dag þegar liðið sækir Newcastle heim í lokaleik áttundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu en viðureign liðanna hefst kl. 15.30 á St. James' Park.

United getur orðið fyrsta liðið til að skora tvö þúsund mörk í úrvalsdeildinni frá stofnun hennar árið 1992 en til þessa hefur það skorað 1.998 mörk í deildinni.

Með sigri gæti United híft sig upp um nokkur sæti en liðið er sem stendur í 11. sæti deildarinnar með 9 stig úr fyrstu sjö leikjunum. Newcastle er hins vegar næstneðst í deildinni með aðeins fimm stig.

Fjórir leikir fara fram í deildinni í dag og eru þeir eftirtaldir:

13.00 Arsenal - Bournemouth
13.00 Manchester City - Wolves
13.00 Southampton - Chelsea
15.30 Newcastle - Manchester United

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert