Táningurinn sökkti Manchester United

Matthew Longstaff fagnar sigurmarki sínu gegn Manchester United
Matthew Longstaff fagnar sigurmarki sínu gegn Manchester United AFP

Newcastle lyfti sér úr fallsæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 1:0-sigri á Manchester United í gæðalitlum en baráttumiklum leik á St James' Park í dag.

Bæði lið hafa byrjað tímabilið illa og verið undir pressu undanfarnar vikur og leikurinn var eftir því. Leikmenn beggja liða virtust stressaðir og enginn vildi tapa þessum leik. Staðan var enn markalaus í hálfleik en á 72. mínútu var ísinn brotinn. Matthew Longstaff, 19 ára miðjumaður Newcastle, í sínum fyrsta deildarleik fyrir félagið skoraði þá glæsilegt mark með skoti utan teigs eftir góðan undirbúning Allan-Saint Maximin og Jetro Williams.

United reyndi að kreista fram jöfnunarmark en sóknarleikur liðsins var bitlaust og liðinu tókst ekki að skapa sér afgerandi færi það sem eftir lifði leiks. Newcastle tókst því að koma sér upp í 16. sætið en liðið hefur nú átta stig. Manchester United er áfram með níu stig, nú í 12. sæti og er pressan á Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra liðsins, orðin mikil.

Allan Saint-Maximin skýlir boltanum frá Diogo Dalot í leik Newcastle …
Allan Saint-Maximin skýlir boltanum frá Diogo Dalot í leik Newcastle og Manchester United í dag. AFP
Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Newcastle 1:0 Man. Utd opna loka
90. mín. United á aukaspyrnu inn í teig en áður en hún er tekin fellur McTominay í grasið og heldur um andlitið. VAR fer í málið en ekkert er dæmt. Andy Carroll rakst í hann.
mbl.is