Helmingurinn á treyjuna ekki skilið (myndskeið)

Manchester United tapaði sínum þriðja leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær þegar liðið heimsótti Newcastle. Það var Matthew Longstaff sem skoraði eina mark leiksins á 72. mínútu með föstu skoti fyrir utan teig. United er með 9 stig eftir fyrstu átta umferðirnar í tólfta sæti deildarinnar og hefur liðið ekki byrjað verr í 30 ár. 

Leikur United var afar ósannfærandi í Newcastle og var gengi liðsins til umræðu í sjónvarpsþættinum Vellinum á Síminn Sport í gær. United fékk aukaspyrnu á hættulegum stað á 82. mínútu en spyrnan var arfaslök. „Þetta aukaspyrna segir í raun allt sem segja þarf um Manchester United í dag,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen.

„Mér leiðist þetta því maður ber svo mikla virðingu fyrir bæði félaginu og klúbbnum í heild sinni. Þetta er lið sem hefur skemmt manni mikið í gegnum tíðina, hvort sem maður heldur með þeim eða ekki. Þetta er ekki Manchester United og helmingurinn af liðinu á ekki skilið að vera í treyjunni,“ sagði Eiður meðal annars.

Gengi Manchester United á þessari leiktíð hefur verið langt undir …
Gengi Manchester United á þessari leiktíð hefur verið langt undir væntingum. AFP
mbl.is