Kominn tími á Pochettino (myndskeið)

Tottenham tapaði óvænt fyrir Brighton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina, 3:0. Þetta var annað tap Tottenham í röð en liðið steinlá á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München, 7:2. Tottenham hefur ekki farið vel af stað í ár og er liðið í níunda sæti deildarinnar með 11 stig eftir átta umferðir.

Framtíð Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóra liðsins, hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið og var málið tekið fyrir í sjónvarpsþættinum Vellinum á Síminn Spor í gær. „Pochettino er búinn að vera hjá Tottenham frá árinu 2014 og hann er því á sínu sjötta tímabili með liðið sem er langur tími fyrir knattspyrnustjóra,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson.

„Leikmannahópurinn hefur ekki breyst mikið og hann er í raun mjög svipaður þegar hann tekur við liðinu. Átta leikmenn sem byrjuðu fyrsta deildarleik Pochettino haustið 2014 eru ennþá í frekar stórum hlutverkum hjá liðinu. Þá má einnig setja spurningamerki við ákveðin leikmannakaup stjórans sem hafa ekki gengið eftir,“ bætti Bjarni við.

Mauricio Pochettino er á sínu sjötta tímabili með Tottenham.
Mauricio Pochettino er á sínu sjötta tímabili með Tottenham. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert