Öllum alveg sama þótt Man. Utd. sé að græða (myndskeið)

Það gengur lítið hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester United innan vallar, en utan vallar græðir félagið á tá og fingri. Auglýsingatekjur United eru ótrúlega háar og kostar lítil auglýsing á ermi treyju liðsins meira en auglýsingar framan á treyju margra annarra liða til samans. 

Björn Berg Gunn­ars­son, deild­ar­stjóri grein­ing­ar hjá Íslands­banka, gerði innslag fyr­ir þátt­inn Völl­ur­inn á Sím­inn sport um auglýsingatekjur ensku liðanna og þá sérstaklega um markaðinn í Asíu og Manchester United. 

Tómas Þór Þórðarson stýrir þættinum og Eiður Smári Guðjohnsen og Bjarni Þór Viðarsson voru gestir hans. Allir voru þeir sammála um að stuðningsmönnum Manchester United væri alveg sama þótt félagið væri að græða utan vallar á meðan gengið er ekki betra innan vallar. 

Þetta skemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is