Gamall og grófur (myndskeið)

Skoski knattspyrnumaðurinn Duncan Ferguson var afar vinsæll hjá stuðningsmönnum Everton er hann var leikmaður liðsins. Hann kom fyrst til Everton árið 1994, en gekk í raðir Newcastle árið 1998.

Tveimur árum síðar var hann kominn aftur til Everton þar sem hann lék til ársins 2006, áður en skórnir fóru á hilluna. 

Ferguson var harður í horn að taka og fékk hann fjölmörg rauð spjöld í Everton-treyjunni. Eitt þeirra kom gegn Wigan 1. febrúar 2006. Ferguson var ósáttur við Paul Scharner, varnarmann Wigan og lét hann heldur betur finna fyrir því. 

Þetta skemmtilega myndskeið úr sjónvarpsþættinum Völlurinn með Tómasi Þór Þórðarsyni, Eiði Smára Guðjohnsen og Bjarna Þór Viðarssyni á Símanum sport má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is