Henderson kallaður inn í enska landsliðið

Dean Henderson.
Dean Henderson. AFP

Dean Henderson, markvörður nýliða Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur verið kallaður inn í enska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Tékkum í undankeppni EM í Prag um næstu helgi.

Henderson, sem er 22 ára gamall, tekur stöðu Tom Heaton, Aston Villa, en Heaton varð fyrir meiðslum í 5:1 sigri Villa gegn Norwich um síðustu helgi.

Þetta er í fyrsta sinn sem Henderson er valinn í enska landsliðið en hann hefur spilað alla átta leiki Sheffield-liðsins í deildinni á tímabilinu og hefur haldið marki sínu hreinu í þremur þeirra. Hann á baki 11 leiki með U21 ára liði Englendinga. Henderson er samningsbundinn Manchester United er í láni hjá Sheffield United.

Með sigri gegn Tékkum tryggja Englendingar sér farseðilinn á EM.

mbl.is