Snýr Moyes aftur?

David Moyes gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina eftir árs …
David Moyes gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina eftir árs fjarveru. AFP

David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og Manchester United, er orðaður við endurkomu til Everton í enskum fjölmiðlum í dag. Moyes stýrði liði Everton á árunum 2002 til ársins 2013 við góðan orðstír.

Hann lét af störfum sumarið 2013 og tók við Manchester United en hann entist ekki lengi í starfi á Old Trafford og var rekinn í apríl 2014. Moyes tókst því ekki að stýra United í heilt tímabil en hann stýrði síðast liði West Ham tímabilið 2017-18.

Gylfi Þór Sigurðsson er leikmaður Everton en liðið hefur ekki farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Everton er í fallsæti eftir átta fyrstu umferðirnar og er Marco Silva, stjóri liðsins, orðinn ansi valtur í sessi.

mbl.is