Reading búið að reka stjórann

José Gomes.
José Gomes. Ljósmynd/Reading

Enska B-deildarliðið Reading rak í dag knattspyrnustjórann José Gomes úr starfi en ekki er liðið eitt ár frá því hann var ráðinn stjóri liðsins.

Gomes tókst að bjarga Reading frá falli á síðustu leiktíð en liðið hefur farið illa af stað á þessu tímabili. Reading hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum er í fallsæti deildarinnar eftir 11. umferðir.

Einn Íslendingur er á mála hjá Reading en það er markvörðurinn Jökull Andrésson. Hann er 18 ára gamall sem hefur spilað með varaliðinu á þessu tímabili.

mbl.is