Reyndi að fá Klopp aftur

Jürgen Klopp stýrði Liverpool á árunum 2008 til ársins 2015 …
Jürgen Klopp stýrði Liverpool á árunum 2008 til ársins 2015 og náði frábærum árangri. AFP

Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður þýska knattspyrnufélagsins Borussia Dortmund, greindi frá því á dögunum að hann hefði verið í sambandi við Jürgen Klopp, stjóra Liverpool, sumarið 2018 um að snúa aftur til Þýskalands til þess að taka við liðinu á nýjan leik. 

Klopp þekkir vel til hjá Dortmund en hann stýrði liðinu á árunum 2008 til ársins 2015 en hann hætti með liðið eftir tímabilið 2014-15 og tók við Liverpool í október 2015. „Ég hafði samband við hann sumarið 2018 þegar við vorum að leita að stjóra,“ skrifaði Watzke í nýja bók sem hann er að gefa út.

„Ég vissi hins vegar að hann myndi neita okkur en ég varð að reyna. Þetta var Jürgen Klopp sem við vorum að tala um en Jürgen er manneskja sem stendur alltaf við sína samninga. Við þurftum eitthvað ferskt hjá félaginu og Jürgen þekkir okkur inn og út og náði frábærum árangri með liðið.“

„Ég vissi svo sem að hann myndi neita mér og hann spurði mig fyrst hvort ég væri að grínast. Ég hefði aldrei fyrirgefið mér það ef ég hefði ekki haft samband við hann. Hann er frábær stjóri og samband okkar var einstakt. Við gátum rætt allt milli himins og jarðar og við vorum alltaf hreinskilnir hvor við annan,“ skrifaði Watzke.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert