Annar mánuðurinn í röð hjá Klopp

Jürgen Klopp hefur stýrt Liverpool til sigurs í öllum átta …
Jürgen Klopp hefur stýrt Liverpool til sigurs í öllum átta leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var í dag útnefndur stjóri septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool spilaði þrjá leiki í septembermánuði gegn Newcastle, Chelsea og Sheffield United. Liverpool vann alla þrjá leiki sína og er liðið með fullt hús stiga á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Þetta er annar mánuðurinn í röð sem Klopp hreppir verðlaunin en hann var einnig valinn knattspyrnustjóri ágústmánaðar. Pierre-Emerick Aubameyang var valinn leikmaður mánaðarins en hann skoraði fimm mörk fyrir Arsenal í þremur leikjum í septembermánuði. Aubameyang er í þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með sjö mörk.

mbl.is