Liverpool-leikmaður í 14 daga bann

Harvey Elliott á æfingu Liverpool fyrir leik í Meistaradeild Evrópu …
Harvey Elliott á æfingu Liverpool fyrir leik í Meistaradeild Evrópu í haust. AFP

Harvey Elliott, kornungur leikmaður enska knattspyrnuliðsins Liverpool, hefur verið settur í fjórtán daga bann frá allri þátttöku í knattspyrnu fyrir að hæðast að Harry Kane, sóknarmanni Tottenham og fyrirliða enska landsliðsins, á myndskeiði sem birtist á samfélagsmiðlum.

Bannið gildir til 24. október og auk þess á Elliott að biðjast afsökunar opinberlega. sækja sérstakt námskeið og greiða 350 punda sekt.

Elliott, sem er aðeins 16 ára gamall, var keyptur frá Fulham í sumar en hann varð síðasta vetur yngsti leikmaðurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi, 16 ára og 30 daga gamall. Fyrr um veturinn hafði hann sett aldursmet í deildabikarnum þar sem hann lék 15 ára og 174 daga gamall með Fulham.

Þá varð hann yngsti byrjunarliðsmaður í sögu Liverpool í síðasta mánuði þegar hann lék með liðinu gegn MK Dons í deildabikarnum, 16 ára og 174 daga gamall.

mbl.is