Er stríðni orðin að glæp?

Harvey Elliott á æfingu með Liverpool en hann varð í …
Harvey Elliott á æfingu með Liverpool en hann varð í síðasta mánuði yngsti leikmaður félagsins til að vera í byrjunarliði í mótsleik. AFP

Umboðsmaður fótboltatáningsins Harvey Elliotts hjá Liverpool er ekki hress með þann úrskurð enska knattspyrnusambandsins að setja piltinn í 14 daga bann frá þátttöku í fótboltaleikjum fyrir að hæðast að Harry Kane, fyrirliða enska landsliðsins, á myndskeiði sem birtist á samfélagsmiðlum.

Umboðsmaðurinn, Kevin Lee, skrifaði á Twitter: „Skjólstæðingur minn, Harvey Elliott, er vonsvikinn og leiður yfir því að hafa fengið þessa refsingu. Er stríðni orðin að glæp? Við munum áfrýja þessu."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert