Sigurmark Maríu gegn Arsenal (myndskeið)

María Þórisdóttir tryggði Chelsea sigurinn gegn Arsenal í gær.
María Þórisdóttir tryggði Chelsea sigurinn gegn Arsenal í gær. Ljósmynd/Chelsea

María Þóris­dótt­ir reynd­ist hetja Chel­sea þegar liðið vann drama­tísk­an 2:1-sig­ur gegn Arsenal í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu í Sur­rey í gær.

Bet­hany Eng­land jafnaði met­in fyr­ir Chel­sea á 57. mín­útu og var staðan 1:1 í leikn­um þegar María kom inn á sem varamaður fyr­ir hina norsku Guro Reiten á 74. mín­útu. Það tók Maríu ekki nema níu mín­út­ur að stimpla sig inn.

Hún skoraði sig­ur­mark Chel­sea á 85. mín­útu með lag­legu skoti fyr­ir utan teig eft­ir send­ingu frá Ramonu Bachmann sem kom einnig inn á sem varamaður á 74. mín­útu.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá helstu atriðin í leiknum og mörkin þrjú.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert