Trent Alexander-Arnold í heimsmetabók Guinness

Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold. AFP

Trent Alexander-Arnold hægri bakvörður Evrópumeistara Liverpool hefur fengið nafn sitt skráð í Heimsmetabók Guinness.

Arnold gaf tólf stoðsendingar í leikjum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á síðasta keppnistímabili og hann sló með því met sem Everton-leikmennirnir Leighton Baines (2010/11) og Andy Hinchcliffe (1994/95) áttu en þeir gáfu báðir ellefu stoðsendingar. Heimsmetabókin hefur staðfest þetta formlega.

„Þetta er heiður. Ég vil alltaf sækja fram á völlinn og hjálpa liðinu að skapa eins mörg tækifæri og mögulegt er,“ segir Arnold í viðtali við breska blaðið Mirror.

„Auðvitað er það undir strákunum komið að setja boltann í markið, því fótbolti er liðsíþrótt. Án þeirra hefði ekki verið mögulegt að slá þetta met. Þetta er ótrúlega stór stund fyrir mig og mína fjölskyldu. Þetta er met sem ég vona að muni standa í mörg ár.“

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert