Klopp skellhló að spurningu um Solskjær

Jürgen Klopp var hress og kátur í dag.
Jürgen Klopp var hress og kátur í dag. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var í góðu skapi eins og oft áður á blaðamannafundi í dag fyrir leikinn gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn kemur. 

Klopp var spurður af norskum blaðamanni, hvort hann hefði einhver ráð fyrir Ole Gunnar Solskjær. Illa hefur gengið hjá Solskjær og Manchester United á leiktíðinni á meðan Liverpool er með fullt hús stiga. 

Klopp skellihló af spurningu Norðmannsins. „Heldur þú að þú getur flogið yfir frá Noregi til að spyrja mig að þessu?“ spurði hann hlæjandi. 

„Hann þarf ekki hjálp frá mér. Hann er búinn að vera lengi hjá félaginu og hann var þar sem leikmaður. Hann þekkir allt og alla þar. Hann veit hvað þarf til,“ bætti Klopp við. 

mbl.is