Gylfi bú­inn að skora 60 mörk í úr­vals­deild

Gylfi Þór Sigurðsson er hér fyrir miðju er leikmenn og …
Gylfi Þór Sigurðsson er hér fyrir miðju er leikmenn og stuðningsmenn Everton fagna marki hans í dag. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson innsiglaði 2:0-sigur Everton á West Ham á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í dag með sannkölluðu glæsimarki, þrumufleyg utan teigs upp í vinstra hornið, en þetta var hans 60. mark á ferlinum í úrvalsdeildinni.

Þetta er fyrsta deildarmark Gylfa á tímabilinu í níu leikjum en hann var settur á varamannabekkinn fyrir leikinn í dag eftir erfitt gengi Everton undanfarið. Liðið var búið að tapa fjórum leikjum í röð fyrir sigurinn í dag. Gylfi skoraði þrettán deildarmörk fyrir Everton á síðustu leiktíð í 38 leikjum en þar áður skoraði hann fjögur mörk í 27 leikjum. 

Þar áður skoraði hann 27 mörk í 106 leikj­um á yfir þrjú tíma­bil með Sw­an­sea en sömu­leiðis skoraði hann sjö mörk í 18 leikj­um með Sw­an­sea í frum­raun sinni í úr­vals­deild­inni tíma­bilið 2011-2012, þá að láni frá Hof­fen­heim í Þýskalandi. Á milli tíma sinna í Wales var Gylfi á mála hjá Totten­ham í tvö ár en þar skoraði hann átta mörk í 58 leikj­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert