„Loksins er Gylfa hent á bekkinn“

Ekki eru allir á sama máli um þá ákvörðun að …
Ekki eru allir á sama máli um þá ákvörðun að setja Gylfa á bekkinn. AFP

Stuðningsmenn Everton virðast hafa skiptar skoðanir á ákvörðun Marco Silva, knattspyrnustjóra liðsins, um að setja Gylfa Þór Sigurðsson á varamannabekkinn fyrir leikinn gegn West Ham sem hefst nú klukkan 11:30.

https://www.mbl.is/sport/enski/2019/10/19/everton_west_ham_kl_11_30_bein_lysing/

Á Twitter-síðu félagsins, þar sem greint er frá byrjunarliði dagsins, hafa nokkrir fagnað því að Gylfa sé loks fórnað en hann hefur enn ekki skorað deildarmark á tímabilinu fyrir Everton sem situr í fallsæti eftir átta umferðir.

„Loksins enginn Gylfi,“ skrifar einn og "að minnsta kosti er búið að henda Sigurðssyni á bekkinn“ skrifar annar en ekki eru þó allir sammála. „Það hafa fáir skapað fleiri færi en hann, við skulum bíða og sjá hvort það sé viturlegt að spila án hans,“ skrifaði Matty og bætti einn við: „Það er mistök að setja Gylfa á bekkinn, við höfum séð það áður og munum sjá það aftur.“

mbl.is