Tottenham bjargaði stigi - Chelsea á skriði

Dele Alli bjargaði stigi fyrir Tottenham.
Dele Alli bjargaði stigi fyrir Tottenham. AFP

Tottenham bjargaði stigi á heimavelli gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag er Dele Alli jafnaði metin í 1:1-fyrir heimamenn undir lok leiks. Chelsea vann sinn þriðja deildarleik í röð með því að leggja Newcastle að velli, 1:0, og góð byrjun Leicester á tímabilinu hélt áfram með 2:1-sigri á Burnley.

Það hefur gengið illa hjá Tottenham undanfarið og mikil pressa sögð vera á knattspyrnustjóranum Mauricio Pochettino og batnaði staðan ekki í Lundúnum í dag þegar Abdoulaye Doucouré kom Watford yfir strax á 6. mínútu. Dele Alli jafnaði metin á 86. mínútu til að bjarga stigi fyrir heimamenn en nær komust þeir þó ekki. Tottenham er í 7. sæti deildarinnar með 12 stig eftir níu leiki. Watford er enn á botninum með fjögur stig en liðið hefur enn ekki unnið leik.

Chelsea er komið upp í þriðja sætið, upp fyrir Englandsmeistara Manchester City sem eiga leik síðar í dag, eftir 1:0-heimasigur á Newcastle. Marcos Alonso skoraði eina mark leiksins á 73. mínútu til að tryggja Chelsea stigin en liðið hefur nú unnið þrjá deildarleiki í röð og fimm leiki í öllum keppnum.

Úrslitin
Aston Villa - Brighton 2:1
Bornemouth - Norwich 0:0
Chelsea - Newcastle 1:0
Leicester - Burnley 2:1
Tottenham - Watford 1:1
Wolves - Southampton 1:1

Abdoulaye Doucoure fagnar marki sínu gegn Tottenham í dag.
Abdoulaye Doucoure fagnar marki sínu gegn Tottenham í dag. AFP
Enski boltinn í beinni opna loka
kl. 15:57 Textalýsing LEIK LOKIÐ! Aston Villa - Brighton 2:1.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert