Ferguson reyndist sannspár um Klopp

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP

Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, spáði því að Jürgen Klopp myndi hafa mikil áhrif hjá Liverpool, skömmu eftir að Þjóðverjinn tók við á Anfield.

Ferguson settist í helgan stein árið 2013 eftir að hafa gert United að enskum meisturum í þrettánda skiptið en gengi liðanna hefur verið að snúast við undanfarin ár. Liverpool situr á toppi deildarinnar, nú þegar 15 stigum á undan nágrönnum sínum eftir aðeins átta umferðir í úrvalsdeildinni en þetta er versta deildarbyrjun United í 30 ár.

Skömmu eftir að Klopp tók við Liverpool árið 2015 sagðist Ferguson hafa áhyggjur af ráðningu Þjóðverjans hjá erkifjendunum. „Ég hef áhyggjur af honum, það sem United vill ekki er að Liverpool komist á toppinn,“ sagði Skotinn á ráðstefnu í desember það árið.

„Hann er með frábæran persónuleika, með þessar hvítu tennur sem sést alltaf í. Ég þekki hann vel frá þjálfaranámskeiðunum. Hann mun hafa mikil áhrif hjá félaginu með persónuleika sínum, dugnaði og þekkingu.“

Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert