Fyrsta markið í eitt og hálft ár

Jürgen Klopp fagnar Adam Lallana eftir leikinn.
Jürgen Klopp fagnar Adam Lallana eftir leikinn. AFP

Markið sem Adam Lallana skoraði fyrir Liverpool þegar hann tryggði sínum mönnum jafntefli gegn Manchester United á Old Trafford í dag var hans fyrsta í 29 leikjum.

Lallana hafði ekki skorað fyrir Liverpool síðan hann skoraði á móti Middlesbrough í maí 2017. Hann kom inn á sem varamaður á Old Trafford á 71. mínútu og jafnaði metin af stuttu færi á 85. mínútu.

Frá því í byrjun síðustu leiktíðar hefur Liverpool skorað 28 mörk á síðasta stundarfjórðungnum sem er meira en nokkurt annað lið hefur gert.

mbl.is