Góðar fréttir fyrir United

David De Gea.
David De Gea. AFP

David de Gea, Anthony Martial og Aaron Wan-Bissaka eru allir í leikmannahópi Manchester United sem tekur á móti toppliði Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford í dag.

De Gea varð fyrir meiðslum í landsleik Spánverja og Svía í vikunni og ekki var reiknað með að hann yrði með í dag en fram kemur á vef Manchester Evening News að De Gea sé í leikmannahópnum sem og þeir Martial og Bissaka sem hafa jafnað sig af meiðslum.

Frakkinn Paul Pogba verður hins vegar ekki með United í dag en hann er úr leik vegna meiðsla.

mbl.is