„Klopp vildi fá kjöt en fékk fisk“

José Mourinho á Old Trafford í dag.
José Mourinho á Old Trafford í dag. AFP

„Klopp líkaði ekki matseðillinn. Hann vildi fá kjöt en fékk fisk,“ sagði José Mourinho á Sky Sports eftir viðureign Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Mourinho sá sína gömlu lærisveina í United verða fyrsta liðið til að taka stig af Liverpool en 1:1 varð niðurstaðan á Old Trafford.

„Liverpool er ánægt að spila á móti liðum sem gefa tækifæri á skyndisóknum en fimm manna varnarlína United var þétt fyrir og gaf ekki mörg færi á sér. United var alltaf með þrjá miðverði og Liverpool líkaði ekki sá matseðill.

Liverpool hefur unnið svo marga leiki en því gengur illa að spila gegn liðum sem liggja aftarlega. Liverpool getur valtað yfir andstæðinga sem spila eins og Liverpool vill að það spili. Það mátti greinilega merkja gremju hjá Klopp. Old Trafford er sérstakur staður fyrir Liverpool að vinna en Klopp hefur ekki tekist að gera það,“ sagði Mourinho.

Þrátt fyrir jafnteflið er Liverpool með sex stiga forskot á Manchester City í toppsæti deildarinnar með 25 stig en Manchester United er aðeins með 10 stig og er í 14. sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert