Frábær sigur nýliðanna gegn Arsenal

David McGoldrick og Calum Chambers í baráttu um boltann í …
David McGoldrick og Calum Chambers í baráttu um boltann í Bramall Lane í kvöld. AFP

Arsenal mistókst að komast upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld en Lundúnaliðið varð að sætta sig við 1:0 tap gegn nýliðum Sheffield United á Bramall Lane í Sheffield.

Það var Frakkinn Lys Mousset sem skoraði sigurmarkið með skoti af stuttu færi á 30. mínútu leiksins en hann fékk sæti í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í kvöld.

Nýliðarnir unnu svo sannarlega vel fyrir sigrinum. Þeir voru baráttuglaðir og skipulagðir og náðu að halda liðsmönnum Arsenal algjörlega í skefjum.

Með sigrinum komst Sheffield United upp í 9. sæti deildarinnar með 12 stig en Arsenal er áfram í 5. sætinu með 15 stig.

Sheffield United 1:0 Arsenal opna loka
90. mín. Leik lokið +5 Frábær sigur nýliðanna sem eru komnir upp í 9. sætið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert