Frábært að vinna eitt af stóru liðunum á heimavelli

Chris Wilder kallar til sinna manna frá hliðarlínunni á Bramall …
Chris Wilder kallar til sinna manna frá hliðarlínunni á Bramall Lane í kvöld. AFP

Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United, var í sjöunda himni eftir sigur lærisveina sinna gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

„Við verðskulduðum að vinna jafnan leik. Við vissum að Arsenal yrði mikið með boltann og fengi færi en það var frábært að vinna eitt af stóru liðunum á heimavelli í kvöld leik. Það var gott jafnvægi í liði mínu í kvöld og leikmennirnir vita hvers er ætlast til af þeim.

Þetta er ekki stærsti sigur í sögu félagsins en hann var frábær og var frábær verðlaun fyrir alla því þetta hefur verið töluvert erfitt ferðalag að komast í þessa deild. Það er engin pressa á okkur. Veðbankar spá okkur falli en við verðum að standa saman og hafa trú á því sem við erum að gera,“ sagði Wilder.

mbl.is