Lið Arsenal er enn þá eins og börn

David Luiz gengur niðurlútur af velli eftir tapið gegn Sheffield …
David Luiz gengur niðurlútur af velli eftir tapið gegn Sheffield United í kvöld. AFP

„Sheffield United átti skilið sigur en ég er ekki hissa á Arsenal. Ég sagði fyrir leikinn að þeir yrðu að sjá til þess að þeir féllu ekki í gildru,“ sagði Frakkinn Patrice Evra sem var einn af sérfræðingum Sky Sports í viðureign Sheffield United og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Evra sá nýliðanna vinna 1:0 sigur, með honum komust þeir upp í 9. sæti deildarinnar með 12 stig eftir níu umferðir.

„Ég var vanur að kalla þá börnin mín fyrir tíu árum síðan og þau eru það enn þá þegar ég horfi á þau. Það er bara sannleikurinn en ég segi þetta ekki með neinni vanvirðingu. Þeir líta ágætlega út en en þeir líta ekki út eins og sigurlið. Þeim finnst gaman að spila góðan fótbolta en ég var svo ánægður að spila á móti þeim því ég vissi að ég myndi vinna,“ sagði Evra um lið Arsenal eftir leikinn í kvöld.

„Guendouzi var að spila á miðjunni. Hann lék áður í frönsku 2. deildinni og spilaði þar ekki reglulega en hann er besti leikmaðurinn í liðinu. Ég ber virðingu fyrir Aubameyang og Lacazette en ef þeir skora ekki er Arsenal í vandræðum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert