Stoðsending Jóns Daða bjargaði jafntefli

Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Daði Böðvarsson lagði upp síðara jöfnunarmark Millwall í 2:2-jafnteflinu gegn Cardiff í ensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Gestirnir frá Wales komust yfir í tvígang á The Den og voru 2:1-yfir þegar Jón Daði kom inn á 70. mínútu. Sjö mínútum síðar gaf hann boltann á Tom Bradshaw sem lék á einn varnarmann og skoraði innan teigs til að tryggja heimamönnum stigið.

Millwall er í 16. sæti B-deildarinnar með 15 stig en topplið West Brom slapp með skrekkinn á heimavelli gegn botnliði Barnsley í kvöld. Gestirnir komust í tveggja marka forystu áður en West Brom jafnaði metin.

mbl.is