Xhaka ósáttur við ummæli Evra

Granit Xhaka er ekki sáttur við Patrice Evra.
Granit Xhaka er ekki sáttur við Patrice Evra. AFP

Granit Xhaka, fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Arsenal, er ósáttur við ummæli sem Patrice Evra, fyrrverandi leikmaður Manchester United, lét falla um Arsenal-liðið eftir 0:1-tapið fyrir Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í gær. 

Arsenal hefur nú tapað fimm af síðustu tíu útileikjum sínum og kenndi Evra hugarfari leikmanna Arsenal um og kallaði þá m.a barnalega. Xhaka var allt annað en sáttur við ummælin. 

„Við verðum að hætta að tala um þetta hugarfars kjaftæði. Það skiptir engu hvort við séum á heimavelli eða útivelli, við förum inn í alla leiki til að vinna þá og þetta er ódýr afsökun. Það er fullt af fólki sem tjáir sig of mikið og þetta er ekki í fyrsta skipti sem Evra tjáir sig um okkur,“ sagði Xhaka við Sky eftir leik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert