Einn sá eftirsóttasti til Liverpool?

Jadon Sancho er á meðal eftirsóttustu leikmanna heims en hann …
Jadon Sancho er á meðal eftirsóttustu leikmanna heims en hann er 19 ára gamall. AFP

Þjóðverjinn Dietmar Hamann, fyrrverandi leikmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, telur að Jadon Sancho, sóknarmaður Borussia Dortmund, gæti endaði í herbúðum Liverpool á næstu leiktíð. Sancho var orðaður við öll stærstu lið Evrópu síðasta sumar en hélt að lokum kyrru fyrir hjá Dortmund í þýsku 1. deildinni.

Sancho hefur farið vel af stað á þessari leiktíð og hefur skorað fjögur mörk og lagt upp önnur sjö í ellefu leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. „Það sem ég hef heyrt er að Liverpool hafi mjög mikinn áhuga á leikmanninum,“ sagði Hamann í samtali við Sky Sports. „Ég myndi halda að Liverpool verði það lið sem sýni honum einna mestan áhuga næsta sumar.“

„Hann er uppalinn hjá Manchester City og maður veit ekki alveg hvort hann fari aftur þangað. Svo er spurning líka hvort hann vilji fara til Manchester United, vegna tengingar sinnar við City,“ bætti Hamann við. Sancho er 19 ára gamall en hann spilaði sinn fyrsta landsleik á síðasta ári og á að baki 10 landsleiki fyrir England þar sem hann hefur skorað tvö mörk. Verðmiðinn á honum er í kringum 100 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert