Jóhann Berg: „Enginn að tuða þegar ég er ekki“

Tómas Þór Þórðarson hjá Síminn Sport tók viðtal við Jóhann Berg Guðmundsson, leikmann Burnley og íslenska landsliðsins í fótbolta á dögunum. Tómas spurði Jóhann út í ummæli Nick Pope, markmanns Burnley, en Pope sagði Jóhann Berg tuða mikið. 

Jóhann þrætti ekki mikið fyrir þessi ummæli. „Ég vil hafa ákveðinn standard og einhverjir hérna töluðu um hvað það væri rólegt þegar ég væri ekki hérna tuðandi. Ég verð að halda mönnum á tánum,“ sagði Jóhann. 

Þetta skemmtilega brot má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is