Tvö vítaklúður og fjögur mörk hjá United (myndskeið)

Manchester United vann kær­kom­inn 3:1-sig­ur á Norwich á úti­velli í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í dag. Með sigr­in­um fór United upp í sjö­unda sæti og 13 stig, en tap hefði þýtt að liðið væri komið í fall­bar­áttu. 

Scott McTom­inay kom United yfir á 21. mín­útu og Marcus Rash­ford fékk gullið tæki­færi til að tvö­falda for­skotið á 29. mín­útu en Tim Krul í marki Norwich varði víta­spyrnu frá hon­um. Rash­ford var hins veg­ar snögg­ur að kvitta því hann skoraði aðeins mín­útu seinna er hann slapp í gegn. 

United fékk aðra víta­spyrnu á 44. mín­útu og var þá komið að Ant­hony Martial. Sem fyrr stóð Krul vel í mark­inu og varð hann aft­ur. Martial gafst hins veg­ar ekki upp, frek­ar en Rash­ford, og skoraði Frakk­inn þriðja mark United á 73. mín­útu.

Onel Her­nández minnkaði mun­inn tveim­ur mín­út­um fyr­ir leiks­lok og þar við sat. Norwich er í næst­neðsta sæti með sjö stig. 

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá öll mörkin, vítaspyrnurnar og önnur tilþrif úr leiknum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert