VAR-drama og klaufaskapur hjá Arsenal (myndskeið)

Arsenal og Crystal Palace skildu jöfn, 2:2, er þau mætt­ust í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í dag. Arsenal komst í 2:0 snemma leiks en Crystal Palace neitaði að gef­ast upp og jafnaði. 

Sokrat­is kom Arsenal yfir strax á sjö­undu mín­útu með marki eft­ir horn­spyrnu og tveim­ur mín­út­um síðar tvö­faldaði Dav­id Luiz for­skot Arsenal-manna eft­ir aðra horn­spyrnu. Eft­ir það slökuðu leik­menn Arsenal á og fengu það í bakið. 

Luka Mili­voj­evic minnkaði mun­inn úr víta­spyrnu á 32. mín­útu og snemma í seinni hálfleik jafnaði Jor­d­an Ayew. Sokrat­is kom bolt­an­um aft­ur í netið und­ir lok­in en markið var dæmt af vegna brots og skoðun hjá VAR.

Öll mörkin, tilþrifin og vafaatriðin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert