„Ég hef reynslu af þessu“ (myndskeið)

Southampton fékk sögulegan skell í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á föstudagskvöldið þegar liðið fékk Leicester City í heimsókn.

Leicester vann stærsta útisigurinn frá upphafi í ensku úrvalsdeildinni en lokatölurnar á St.Marys urðu 9:0.

Southampton var 5:0 undir í hálfleik en stjóri liðsins gerði tvær breytingar í hálfleiknum. Tómas Þór Þórðarson og Bjarni Þór Viðarsson ræddu um ófarir Southampton í þættinum Völlurinn á Síminn Sport í gær og þar sem spurði Tómas Bjarna hvernig sé að koma inná í stöðunni 5:0 en Bjarni hefur reynslu frá því þegar hann spilaði með Silkeborg í Danmörku.

„Ég hef reynslu af þessu og hún er ekkert sérstök. Það er erfitt að undirbúa sig andlega og líka það að Southampton var manni færri,“ sagði Bjarni Þór en spjall þeirra má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

Angus Gunn markvörður Southampton fékk á sig níu mörk gegn …
Angus Gunn markvörður Southampton fékk á sig níu mörk gegn Leicester. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert