Pulisic leikmaður helgarinnar (myndskeið)

Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic í liði Chelsea var maður helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina.

Pulisic skoraði hina fullkomnu þrennu í 4:2 sigri Chelsea á móti Burnley á Turf Moor en mörkin skoraði hann með vinstri fæti, hægri fæti og með skalla.

Í þættinum Völlurinn, undir stjórn Tómasar Þórs Þórðarsonar á Síminn Sport, var greint frá vali á manni helgarinnar þar sem Pulisic varð fyrir valinu en tveir leikmenn Leicester náðu einnig að skora þrennur í 10. umferðinni, Jamie Vardy og Ayoze Perez.

Christian Pulisic fékk að sjálfsögðu boltann í gjöf eftir að …
Christian Pulisic fékk að sjálfsögðu boltann í gjöf eftir að hafa skorað þrennu. AFP
mbl.is