Brighton upp fyrir Man. Utd. (myndskeið)

Brighton fór upp fyrir Manchester United með 2:0-sigrinum á Norwich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Leandro Trossard og Shane Duffy í seinni hálfleik og tryggðu Brigthon þrjú stig. Liðið er nú í áttunda sæti með 15 stig, tveimur meira en Manchester United. 

Norwich er hins vegar í basli með aðeins sjö stig í 19. sæti. Mörkin og önnur tilþrif úr leiknum má sjá í spilaranum fyrir ofan. 

mbl.is